Krækjur
Eldra efni
- 11/01/2003 - 12/01/2003
- 12/01/2003 - 01/01/2004
- 01/01/2004 - 02/01/2004
- 02/01/2004 - 03/01/2004
- 03/01/2004 - 04/01/2004
- 04/01/2004 - 05/01/2004
- 05/01/2004 - 06/01/2004
- 06/01/2004 - 07/01/2004
- 09/01/2004 - 10/01/2004
- 10/01/2004 - 11/01/2004
- 11/01/2004 - 12/01/2004
- 12/01/2004 - 01/01/2005
- 01/01/2005 - 02/01/2005
- 02/01/2005 - 03/01/2005
Þar sem allt skeður og ekki neitt....
miðvikudagur, mars 31, 2004
Bí bí
Jæja dúllurnar mínar. Talvan mín er loksins komin í gagnið aftur. Hún er bara búin að vera að leggja sig í nærrum mánuð ! ! En það er nú bara mér að kenna og öllum framkvæmdunum hér á bæ. Eldhúsið mitt er enn fokhelt með hálft gólf. Það fer samt allt saman að koma vonandi fljótlega. Ég var að fá teikningar í dag frá IKEA sem ég verða að segja að eru bara algjört æði bæði. Þvílílir snillingar ef ég má segja svo. Eldhúsið virkilega flott á myndunum og kemur helv.. vel út. Hlakka til þegar það ef komið. Þá get ég fyrir alvöru farið að pæla í nýrri íbúð :) spurning samt hvað maður á að gera í inn/út partý málum, ég hef nefnilega aldrei haldið inn-partý hér. Iss seinni tíma vandamál. En næst á dagskrá er ammmælið mitt. Jei hlakkar ykkur ekki til, af því að : alltaf þegar ég á ammæli, þá ræð ég öllu í kringum það í svona 3 daga á undan og 3 daga á eftir ! Þvílík snilld ! En núna er komin háttatími á litlar stelpur. Ég þarf nefnilega að vakna ca 10:30 VÁ ! Og hitta Sóley því við erum að fara að skoða 2 íbúðir í hádeginu. Jibbí gaman gaman. Þær eru væntanlega nr. ca 15 í röðinni hjá okkur, við erum búnar að vera duglegar að skoða og skoða. SÓÐA NÓTT krákurnar mínar.
! ! Krummi krunkar úti la la la la ! !
! ! Krummi krunkar úti la la la la ! !
föstudagur, mars 05, 2004
Svindl
ARRG var að koma heim úr vinnunni og enginn vildi koma á Dúndurfréttir á Gauknum. Ég á hundleiðinlegt fólk í kringum mig. Þannig að ég ákvað í staðinn að pirra mig á ykkur, lesENDUR góðir. En smá góðar fréttir: það er búið að parketleggja stofu + borðstofu og svefnherbergið. Það er líka búið að mála þetta allt saman og gera fínt. Eða þ.e.a.s verður vonandi fínt á morgun þegar það er búið að koma húsgögnunum á sinn stað. Þau eru öll hér inni í borðstofu og allt í drasli. Jei. Svo er það bara eldhúsið og drulla sér svo í burtu. Hei nenni ekki meir, er svo pirruð :( má heldur ekki skrifa ritgerðir, Gudda segir það. BÆ
! ! Svekkelsi ! !
! ! Svekkelsi ! !