<$BlogRSDUrl$>

Þar sem allt skeður og ekki neitt....

laugardagur, desember 20, 2003

Flöskudagur til frægðar 

Nei góðan daginn. Það var víst Corona kvöld eftir allt saman í gærkvöldi. Við Maggó mættu bara snemma eða rétt fyrir 1/2 tíu!! Hlustuðum þar á þá félaga Einar og Óla úr Skímó flytja nokkur vel valin lög. Þeir voru bara helv... góðir. Svo mættu þar Herr.Pappakassi og Danni. Sóley skvísa lét líka sjá sig og fór vel um okkur þarna í horninu í lime átskeppni og sítrónukasti :) Þar hurfu kannski einar 5 fötur og nokkrir snafsar líka :) Iss og það á fimmtudegi. Hei eins og ég sagði: þá sjaldan maður lyftir sér upp. Ossa gaman. Enduðum svo hér heima og stútuðum nokkrum bjórum í viðbót og litlum snæðingum frá BSÍ í tonnatali. Frábært. Þessi dagur í dag endaði svo bara í vitleysu, hanga í vinnunni til 24:00 í staðinn fyrir að vera á Hard Rock að glápá Idol!! Iss, ekki segja mér hver datt út, ég fæ örugglega þáttinn á spólu á morgun. En hvað með það, það er víst langur dagur á morgun. Best fyrir litlar stelpur að drulla sér í rúmið að sofa í hausinn á sér!! Nei nei, sko einmitt það sem ég ætla að gera. Góða nótt esssskur :)

! ! Smjörsýra ! !

fimmtudagur, desember 18, 2003

Hetjan ég 

Nei sælt veri fólkið. Já ég er hetja. Tók íbúðina mína alveg gjörsamlega í gegn í dag. Þreif og þreif, þangað til að það lak af mér svitinn..... vá ! Svo fór ég út að eyða peningum. He he ( Euro pabbi borgar ) hei ég var að kaupa íbúð, það er erfitt að vera til í desember ! ! Svo dúllaði ég við sjálfa mig....fór í ljós jei gaman gaman. Er svo heima núna kl eitt um nótt að pikka hér í tölvu drusluna og setja upp seríur. Ógeðslega fínt hjá mér. Það er komin sería í borðstofuna og er að fara upp í stofunni. Sunna dugleg. Svo er það vinna á morgun og var svo að pæla í CORONA kvöldi á Glaum......sounds lika a plan...Hei þá sjaldan maður lyftir sér upp. Nei kemur í ljós. Svo er það þessi fína fína helgi framundan: 33 tímar í vinnu og líka á mánudag og þriðjudag til kl 17:00 og þá er maður kominn í langþráð jólafrí!!! Jei, verst að maður var ekki búinn að taka bústað. Hefði verið næs um jólin. Þ.e.a.s helgina milli jóla og nýárs. Jæja bæ ætla að setja upp inni í stofu

! ! Cancer ! !

þriðjudagur, desember 16, 2003

PSS: 

Gleymdi því alveg það var eitthvað ónafngreint fólk að segja að ég væri lélegur bloggari!!!! Hvað finnst hinum um það?? Eða er kannski enginn sem kíkir á þessa síðu :( Mér finnst nú ekkert að því að blogga á vikufresti eða hvað???

! ! Smjör ! !

Vá MÁNUDAGUR AFTUR 

Vaknaði við vondan draum í gær: örfáir dagar til jóla og ég er ekki enn búin að baka!! HA HA HA. Fór aðeins að djamma á laugardaginn. Það voru nefnilega TODMOBILE tónleikar á Nasa. Og þvílík SNILLD. Vá ég hef nú bara sjaldan séð né heyrt aðra eins snilld. VÁ ! ! ! Það var svona eins konar lokun á einkaþjálfara dótinu mínu í dag. Það voru veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin. Ég feitabollan fékk engin verðlaun!!! Iss ég er í fýlu!!! Nei bara grín. Er með svaka sætan marblett á hnénu eftir elskuna hann bróðir minn eldri. Hann var svo sniðugur á Nasa, ætlaði að lyfta mér upp, sem hann og gerðir nema það að hann missti mig strax aftur niður og minns datt á hnéð :( svo var haldið yfir á Glauminn, þá fór Sunna litla í Domínó leik, datt í stiganum og 5 manns oná mig. He he Daggi greyið fékk hjartaáfall og reif allt fólkið af, hélt að ég væri stórslösuð. Hi hi. Svo fórum við Sóley að rölta heim, þá reif ég í hana og flaug á hausinn og beint á einhvern bíl (sorry eigandi bílsins). Veit ekki alveg hvað var í gangi.......... Það kemur bara í ljós seinna :) Sit hér heima í svínastíunni minni með fína fína jólatréð sem hann pappakassi var svo góður að fjárfesta....... í handa mér!!!
Danni sagði að það væri ljótt!!! Skammastu þín!!! Jæja bítið í ykkur
! ! Eggjanúðlur ! !

mánudagur, desember 08, 2003

Vinna vinna vinna 

Já, vinna vinna. Vaknaði í dag við símann: það var verið að biðja mig um að taka aukavakt. Allt í lagi með það, svona blankir bjánar eins og ég verða að taka aukavaktir til að eiga fyrir bjórnum og ostunum fyrir jólin :) Sit heima með kertaljós í öllum verelsum og hef það fínt, er að sjóða pasta í miðnæturmatinn (23:14) Svona fólk eins og ég sem er að vinna á bjánalegum tímum verður líka að borða á bjánalegum tímum! Var svo að pæla í áð skrifa á nokkur jólakort og koma þeim frá mér. Það fer að koma deadline á kortin til útlanda! En er ekki bara gaman að fá kortin aðeins of seint? Það er ekkert gaman að opna allt í einu og svo ekkert meir. Þá koma svona fólk eins og ég til bjargar! Ég snillingurinn, kveikti á gashellunni minni og var að setja pottinn yfir og brenndi öll hárin á einari hendinni minni, oj bjakk. Sunna hárlausa. En ætla að hætta þessu rugli og fara að horfa á Idol sem ég er með á spólu síðan á föstudaginn. Bless kex

fimmtudagur, desember 04, 2003

Marmelaði 

SOS vantar að komast í jólaskap. Allar útvarpsstöðvar eru orðnar vaðandi í jólalögum upp að hnjám!! Er ég sú eina sem nenni ekki að hlusta á þetta í heilan mánuð??? Verð þá bara að vinna minna og vera heima að hlusta á Wise guys eða á Gulu þrumunni úti að þvælast með Heru í botni (brilliant). Hei ég er á leið í rúmið og hún er ekki orðin 2 ! Vá minns er duglegur, þarf nefnilega að skutla honum afa mínum í fyrramálið til doksa. Enn einn vinnudagurinn á morgun, var að taka aukavakt inn á grilli sem er mjög gott, þá þarf ég ekki að umgangast allt fólkið frammi og brosa og vera sæt. Fínt bara að vera bakvið þar sem næstum enginn sér mann. Jæja, bæjó spæjó, see ya all later & eigið fínt líf

! ! Marmelaði ! !

þriðjudagur, desember 02, 2003

Mánudagur 

Ha ha gabbaði þig, þegar þú ert að lesa þetta er væntanlega þriðjudagur ( 2.des). Ha ha er eitthvað á vökunni hér heima að leika mér í tölvunni og dunda mér við jólakortin. Pælið!! Já takk. Það eru 22 dagar til jóla!!! Vá og shit hvað tíminn er fljótur að líða!! En hú kers! Ég er nefnilega ekki þessi venjulega húsmóðir sem þarf að þrífa allt fyrir jólin og baka smákökur (ég kann ekki á GAS-ofninn minn). Þokkalega góð afsökun, enda er alltaf hægt að lalla sér út í búð og kaupan einn "bauk" af jólakökum. Jæja, of to bed. Bless kex

mánudagur, desember 01, 2003

Helgin búin :( 

Arrg enn einu sinni er helgarfríið mitt búið!!! En helgin var bara tekin með stæl og trallað og haft gaman af. Fór í leikhúsið með Magnínu og Karen á laugardagskvöldið. Við fórum að sjá 100% hitt með Helgu Brögu. Það var bara nokkuð skondið, en okkur fannst nú samt að til að njóta sýningarinnar hefði maður eiginlega átt að vera með maka með sér ( þ.e.a.s. þeir sem eiga svoleiðis drasl ) Var síðan haldið heim á leið ( til mín ) og nokkrir öllarar settir í mallakútinn. Þaðan fórum við svo á Gaukinn. Þar var eðalgrúppan Sálin Hans Jóns Míns að spila og skemmtum við Karen, Sóley og Magnína okkur svaka vel. Sú síðastnefnda fór reyndar bara snemma heim, sökum gamalla sinda!! ( Föstudagskvöldið ) Eftir það kíktum við svo á gamla Glauminn og skunduðum svo í smá teiti í Hafnarfirði. Jei gaman gaman. Heilsan alveg svakalega góð og bíóferð svona til að enda góða helgi....... Góða nýja vinnuviku !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?