<$BlogRSDUrl$>

Þar sem allt skeður og ekki neitt....

mánudagur, nóvember 24, 2003

Helgin búin hjúkk 

Jei enn einn mánudagurinn byrjaður (já eða að verða búinn). Byrjaði hann svaka vel, vaknaði kl 13:30 :) Reyndar var konan mín búin að hringja fyrir hádegi, en hún náði ekki að koma á fætur. Svo kom Spræni litli um 11 ! ! Hún náði heldur ekki að koma mér á fætur. He he. Hvernig á líka að vera hægt að koma manneskju á fætur fyrir hádegi þegar hún er lítið sem ekkert búin að sofa heila helgi ?? Föstudagurinn var góður, svaka svín hjá mömmu því elskan hann bróðir minn varð 30.ára ! Vá, gamall. Nei djók. Ætlaði svo AÐEINS að kíkja á bjórkvöld hjá BÍKR. Það endaði með djammi til 7 um morguninn. Fór svo að vinna frá 11-24. Jei geðveik stuð. Vinnudagurinn var reyndar alveg fínn. Siggi var með alvöru kaffi og það hélt mér gangandi. Einn bolli var sko alveg nóg fyrir mig. Koffein sjokk, nammi namm. Á miðnætti henti ég mér heim úr skítagallanum og þreif mig og setti á mig vellyktandi. Fór með Magnínu og Karen niðrá Póstbarinn, þar sem Baddi bró var að halda upp á ammmmælið sitt. Nokkrir bjórar og svo METZ of all places!! Snobbstaður dauðans. Fengum alveg nóg af þeim stað og hentum okkur á gamla góða Glauminn. Örfáir bjórar þar og svo heim að bíða eftir pizzu (Hrói Höttur suckar!!) í 50.mín, þegar hún loksins kom var þetta vitlaus pizza með lauk og einhverju sterku ógeði sem ekki fór vel í þreytta mallakúta. Það sást vel á sunnudeginum þegar við Magnína komum í vinnuna. Deyja í maganum og hún ælandi. Litla skinnið mitt. Þessir 13 tímar á stælnum voru alveg ótrúlega fljótir að líða og þá var sko farið á Bsí og einn burger sóttur og étinn yfir tölvunni og msn blaðri. Já já call me a physco. Bsí eftir langan vinnudag á Stælnum. Mér er alveg sama. Mér finnst þetta bara kallast húmor. He he Er enn að springa eftir Mekong matinn í dag sem við Gudda átum með bestu lyst. Ætla að reyna að gera eitthvað af viti það sem eftir lifir dags. Eigiði góðan áframhaldandi mánudags. Svefnkveðjur

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

Föndurdagur hjá stelpunum 

Jei dagurinn byrjaði á staffafundi kl 8:30!! Jei gaman gaman. Frábært að rífa sig úr heitu rúminu til að drullast út og SKAFA BÍLINN!! OJ BJAKK. En svo var það hlunka æfingin eftir það. Skrapp svo AÐEINS til mömmu, tilgangurinn var að segja hæ og fá sér smá í goginn og það tókst. En mamma duglega var búin að baka helling af brúntertu fyrir jólin og allur afskurðurinn var á borðinu og ég gat auðvitað ekki staðist það og át á mig alla æfinguna aftur. SKAMM ! ! Síðan fórum við Karen út að leika, duttum inn í hverja föndurbúðina á fætur annarri, eyddum slatta af pening og átum kjúkling hjá henni. Nammi namm. Mæli með þessum pokum sem maður hendir kjúllanum í og inn í ofn og darra: great chicken :) Síðan kom Magnína greyið til okkar eftir brjálaða kvöldmatartörn á stælnum og við fórum að FÖNDRA. Ég gerði 20 jólakort, næstum því öll flott he he. Það fáið þið að dæma um þegar þau koma um jólin :) Hi hi fengum svo verðlaun fyrir duglegheitin: einn öl á wall street. Bless kex

miðvikudagur, nóvember 19, 2003

Ég er hetja 

Nei bleddsuð öll saman.
Haldiði nú ekki að ég hafi verið vakin kl 11:30 í MORGUN. Þvílíkur dónaskapur! USS Jæja ok, það var hún Íris vinkona. Ég fór á fætur og sótti litla krílið hennar, hann Erik Nökkva. Skellti honum í Toyotuna hennar Írisar og skellti mér á rúntinn með hann. Nei, viti menn hann sofnaði og þá fékk ég í verðlaun hjá mömmunni feita feita samloku. Ætluðum svo saman í sund með Guddu, en hún BAMM lasin með 39,7 stiga hita. Þá fékk ég svo mikið samviskubit yfir samlokuátinu að ég dreif mig heim og gerði allt : vaska upp, ryksuga, skúra, þrífa gluggakistur, þrífa borðin og dusta mottur og allt bara heila klabbið. Þreif svo sjálfa mig (ekki veitti af) eftir allan hamaganginn og fór í vinnuna mína. Hvað er annars með þennan Style?? Það koma aldrei sætir strákar þangað!! USS Fjand.. það hlýtur að koma að því........þá sko......sko.... En, ég ætla að hætta þessu bulli og fara að sofa. Staffafundur kl 8:30 í fyrramálið. Oj bjakk, sama röflið aftur og aftur. Góða nótt

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

GSMblogg prufa

Helgin 14 - 16.nóv 2003 

Jæja, góðan daginn gott fólk.Þessi helgi varð bara allt í lagi.Tók eina litla aukavakt á föstudaginn frá 8-17, átti bara að vera easy :) en viti menn: sá dagur kláraðist kl: 24:00. Ég var nefnilega búin að steingleyma að ég átti líka að vinna í Hafnarfirði frá 17-24. Jæja allt gott um það að segja, ég komst lifandi frá þessu og líka frá laugardeginum í Hafnarfirði frá 14-24. Böns af mongó um mánaðarmótin. JEI :) Eftir vinnu komu Gudda (kona), Karen, Magnína og Sóley. Við tókum 2 x Partý & Co, sem endaði með ósköpum: mitt lið tapaði í bæði skiptin. Svo var svona stelpu-dúllerí: slétta hárið og svona gaman gaman. Enduðum á því að kíkja aðeins á Glauminn. Það var bara fínt, var reyndar svo mikið af einhverju slagsmálarugli og vitleysu að allt starfsfólk var orðið svoldið pirrað og ljósin voru kveikt 05:50. Sem kallast frekar snemma á laugardagsnóttu ! ! ! Fórum þá bara heim að drekka meiri bjór og fíflast. Sunnudagurinn var nú samt toppurinn á helginni, vakna, liggja í leti, hugsa um að fá sér eitthvað að éta. Kemur ekki bara bjargvætturinn minn í heimsókn: Siggi pinni he he svokallaður og tók til, vaskaði upp og eldaði handa mér og Magnínu sem var eiginlega bara drasl í sófanum. Algjört jömmi (maturinn sko). Fór svo bara í meiri mat til mömmu. Glápti aðeins á Viltu vinna margar milljónir ( eða ekki neitt ). Maður eiginlega saknar Þorsteins Joð! Hinn gaurinn er ekkert svona spooky!!! Usss. Er í augnablikinu að víkka út tóneyrað mitt: er að hlusta á Krákuna með Eyvör!! Tékkið á þeim disk, alveg helvíti flottur. En þetta blogg er ekki alveg að virka: annað hvort ekki neitt í marga daga eða bara heil ritgerð! Ætla að hætta þessari vitleysu og fara að tæma eina pappakassann sem ég á eftir að taka upp úr!! Bikarakassinn ógurlegi. Eigiði góða vinnuviku :)

mánudagur, nóvember 10, 2003

Skrýtið hvað þetta allt saman er flókið!!! Eina stundina er maður svaka happy og hina stundina er maður down and out. Jæja, skiptir kannski ekki mestu máli í dag. Mér finnst þetta blogg samt vera skrambi sniðugt, held samt að ég eigi eftir að verða slatta langan tíma að kveikja á perunni með þetta allt saman. Sýnist samt á öllu að ég verði að fá konuna mína til að hjálpa mér við að reyna að koma þessu bloggi mínu í eitthvað í samanburði við hennar: gudda69.blogspot.com Þar er sko konan mín ansi búin að standa sig í stykkinu. En, ok ég ætla að hætta þessu bulli og fara bara að sofa í hausinn á mér, þá kannski gengur mér eitthvað betur að botna í þessari síðu. Góða nótt :)

Sunna tunna bloggar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?